Guðríðarkirkja óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér eftirtalin störf um lengri eða skemmri tíma: Auglýsendur, ljósberar, umsjónarmenn/-konur foreldramorgna.

Guðríðarkirkja óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér eftirtalin störf um lengri eða skemmri tíma:

Auglýsandi. Starfsvið sjálfboðaliðans er að hengja upp auglýsingar um messur og helgihald í búðir og fjölsótta staði í hverfinu einu sinni í mánuði og tekur verkið um klukkutíma.

Ljósberi. Starfsvið sjálfboðaliðans er að koma hálftíma áður en dagmálatíð hefst eða kl. 8:30 á miðvikudögum, tendra ljósin á altarinu, raða bænabókum og dagskrá í sætin og ganga síðan aftur frá bókum og slökkva ljós, um klst. einu sinni í viku. Ef margir bjóða sig fram í ljósberastörf er hægt að skipta vikunum niður.

Umsjónarmenn/konur foreldramorgna. Starfsvið sjálfboðaliðans er að mæta í kirkjuna kl. 9:30, hella upp á könnuna, taka fram bolla, mjólk og bakkelsi, sækja leikföng í geymsluna, taka vel á móti foreldrum og ganga frá aftur. Tekur starfið um 2 ½ klst. einu sinni í viku. Ef margir bjóða sig fram er hægt að skipta vikunum og störfunum niður.

Áhugasamir hafi samband við prestinn í síma 577-7770 (símanúmer kirkjunnar) eða í farsíma 895-2319, eða í tölvupósti: sigridur (hjá) grafarholt.is.