Vakin er athygli á, að felliveggirnir sem setja átti upp í Guðríðarkirkju í seinni hluta mánaðarins eru ókomnir og frestast því framkvæmdirnar í kirkjunni um a.m.k. mánuð, og helgihald raskast ekki strax.
Vakin er athygli á, að felliveggirnir sem setja átti upp í Guðríðarkirkju í seinni hluta mánaðarins eru ókomnir og frestast því framkvæmdirnar í kirkjunni um a.m.k. mánuð, og helgihald raskast ekki strax.
Guðríðarkirkja er nú risin og helgihaldið er að komast í góðan farveg. Kirkjan var fjölsótt á jólaföstunni og má ætla að í hana hafi komið á fimmta þúsund manns frá vígslu, í messur, helgistundir, sunnudagaskóla, skólaheimsóknir og tónleika. Enn á þó sem fyrr segir eftir að setja upp felliveggina sem afmarka kirkjuskipið og safnaðarheimilið, setja upp hljóðkerfið og dempandi hljóðtjöld í safnaðarsalina. Veggirnir áttu að koma til landsins í þessari viku og gert hafði verið ráð fyrir því að kirkjunni yrði lokað í tíu daga meðan síðustu framkvæmdum lyki. Nú hefur hins vegar komið á daginn að felliveggirnir verða afhentir seinna en vonir stóðu til. Því verður messa og barnastarf 25. janúar kl. 11 (öfugt við það sem áður var auglýst) og frestast framkvæmdir við kirkjuna a.m.k fram í síðustu viku febrúar. Helgihaldsyfirlitið sem finna má hér á heimasíðunni er því birt með fyrirvara og fólki bent á að fylgjast með auglýsingum hér á vefnum.