Guðríðarkirkja var full af börnum í jólaskapi 12. desember sl. þegar Sæmundarskóli flutti árlegan helgileik sinn í kirkjunni. Nú eru myndir frá þeim viðburði aðgengilegar á vefnum.
Þann 12. desember sýndu nemendur úr 1. bekk Sæmundarskóla helgileik í Guðríðarkirkju og nokkrir nemendur úr 3. bekk lásu jólaguðspjallið. Börnin komu tvisvar fram og buðu foreldrum, leikskólabörnum úr hverfinu, eldri borgurum og öðrum nemendum að njóta sýningarinnar. Þetta var hátíðleg stund og börnin stóðu sig öll með mikilli prýði.
Myndir frá helgileiknum má sjá á myndasíðu skólans með því að smella hér. Velja þarf „2008-2009“ og þar er helgileikurinn undir möppunni „ýmislegt.“
Leikskólarnir Maríuborg og Geislabaugur heimsóttu einnig kirkjuna 10. og 11. desember og frést hefur auk þess af bekkjum í Ingunnarskóla sem ætla að koma og skoða nýsköpun og hönnun í kirkjusmíðum.