Laugardagurinn 6. desember: Kirkjuskóli í Ingunnarskóla kl. 11, gengið eftir kirkjuskólann til Guðríðarkirkju þar sem biskup tekur á móti börnunum.
Kveikt á ljósum á Lions-jólatrénu á kirkjulóðinni kl. 18.
Á laugardaginn kemur, 6. desember, verður mikið um að vera fyrir börnin í Grafarholtssöfnuði:
Kirkjuskóli verður í Ingunnarskóla kl. 11, sá síðasti sem þar fer fram með reglubundnum hætti. Leiklistarhópur kirkjunnar Leikandi Lærisveinar frumsýnir leikrit um líkamann undir stjórn Laufeyjar Brár Jónsdóttur, leikara og æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Kirkjuskólinn endar á því að gripir kirkjuskólans eru bornir yfir í Guðríðarkirkju þar sem biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson tekur á móti börnunum.
Kveikt á ljósum á Lions-jólatrénu á kirkjulóðinni kl. 18 á laugardag. Tréð stendur nálægt klukkuturninum við Kirkjustétt. Foreldrafélag Ingunnarskóla gefur öllum kakó, við tökum að venju lagið, dönsum kringum tréð og jólasveinarnir koma í heimsókn. < ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />