Kirkjuhús Grafarholtssóknar, sem verður vígt á sunnudaginn, hefur sem kunnugt er hlotið nafnið Guðríðarkirkja og verður eina kirkja Þjóðkirkjunnar íslensku sem ber nafn konu.
Kirkjuhús Grafarholtssóknar, sem verður vígt á sunnudaginn, hefur sem kunnugt er hlotið nafnið Guðríðarkirkja og verður eina kirkja Þjóðkirkjunnar íslensku sem ber nafn konu.
Guðríðarkirkja í Grafarholti heitir eftir Guðríði Þorbjarnardóttur, landkönnuði, pílagrím og einsetukonu á elleftu öld. Er nafngiftin í anda götuheita og stofnana í Grafarholti, sem flest bera nöfn tengd fyrstu kristni og landafundum, enda byrjað á hverfinu þegar 1000 ár voru liðin frá kristnitöku og fundi Vínlands. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur hefur unnið skjásýningu (Power-Point) um Guðríði og nafngift kirkjunnar og má kynna sér hana með því að smella hér.
Nöfn herbergja og sala draga dám af sögu Guðríðar, en garðarnir tveir bera nöfn fornra helgikvæða, Geisla (12. öld) og Lilju (14. öld). Dr. Sigríður hefur einnig unnið skjásýningu um helgikvæðin tvö og nöfn garðanna og má nálgast þá skjásýningu með því að smella hér.