Víða í leikskólum í Grafarholti er unnið með lífsleikni og börnum kennd dygðasiðfræði. Sóknarpresturinn fer í reglulegar heimsóknir á leikskólana og spjallar við börnin.
Víða í leikskólum í Grafarholti er unnið með lífsleikni og börnum kennd dygðasiðfræði. Sóknarpresturinn fer í reglulegar heimsóknir á leikskólana og spjallar við börnin.
Séra Sigríður mun heimsækja krakkana á Maríuborg, Geislabaugi og Reynisholti í vetur, syngja með krökkunum í söngstund og leggja sitt af mörkum við að tala við börnin um dygðir svo sem glaðværð, samkennd, vinsemd, ábyrgð og kurteisi. Séra Sigríður kemur á Maríuborg fyrsta föstudag í mánuði en á Geislabaug og Reynisholt þriðja föstudag í mánuði.