Allnokkrir heyrðu kall sóknarnefndarformanns og kórstjóra á dögunum og hafa gengið til liðs við kórinn. Enn er þó pláss fyrir fleiri söngfugla.

Allnokkrir heyrðu kall sóknarnefndarformanns og kórstjóra á dögunum og hafa gengið til liðs við kórinn. Enn er þó pláss fyrir fleiri söngfugla.

Þegar kórinn hóf störf í haust var lögð áhersla á að fjölga nýjum félögum og tókst það svo vel að heita má að kórinn hafi í einu vetfangi vaxið um helming. Fyrstu þrjú starfsárin var kórinn kvennakór, en nú höfum við karlmönnum líka á að skipa. Það er glatt á hjalla í kórstarfinu, kórstjórinn er flottur og það er alltaf pláss fyrir fleiri söngfugla. Æfingarnar eru á þriðjudögum kl. 19:30-21:30 og upplýsingar veitir stjórnandinn, Hrönn Helgadóttir, á netfanginu hronn (hjá) grafarholt.is, eða í síma 695-2703.