Nú er starf haustannar í starfi KFUM og KFUK og Grafarholtssóknar fyrir 9-12 ára börn rúmlega hálfnað, en alltaf geta fleiri krakkar bæst í hópinn.

Nú er starf haustannar í starfi KFUM og KFUK og Grafarholtssóknar fyrir 9-12 ára börn rúmlega hálfnað, en alltaf geta fleiri krakkar bæst í hópinn. Heimasíða starfsins.

KFUM

Strákar í 4.-7. bekk eru velkomnir á KFUM fundi í tónmenntastofunni í Ingunnarskóla á þriðjudögum kl.17:00-18:00. Leiðtogar í KFUM: Arnór Heiðarsson og Sigursteinn J. Gunnarsson.

Dagskrá KFUM fram að jólafríi:

21. október:
Davíð og Golíat, Pactionary

28. október:
Biblíubakstur

4. nóvember:
Jól í skókassa

11. nóvember:
Ljósmyndasaga

18. nóvember:
Palla og Pálínuboð

KFUK

Stelpur í 4.-7. bekk eru velkomnar á KFUK fundi í tónmenntastofunni í Ingunnarskóla á miðvikudögum kl.17:30-18:30. Leiðtogar í KFUK: Perla Magnúsdóttir og Guðlaug Jökulsdóttir.

Dagskrá KFUK fram að jólafríi:

22.okt

Ferðumst í forvörn

29.okt

Actionary áskorun

5.nóv

Jól í skókassa

Síðasti skiladagur skókassa er 8.nóv

12.nóv

Skartgripagerð

19.nóv

Náttfatapartý og Pálínuboð

Allir koma með eitthvað á Pálínuborðið