Margvíslegir gripir verða keyptir til Guðríðarkirkju í tilefni af vígslunni og allir miða þeir að því að fegurð, samræmi og virðuleiki megi ríkja yfir helgihaldinu. Við værum mjög þakklát ef félög og/eða eintaklingar vildu leggja okkur lið við kaup á þessum gripum, t.a.m. vegna minningargjafa.
Margvíslegir gripir verða keyptir til kirkjunnar í tilefni af vígslunni og allir miða þeir að því að fegurð, samræmi og virðuleiki megi ríkja yfir helgihaldinu. Við værum mjög þakklát ef félög og/eða eintaklingar vildu leggja okkur lið við kaup á þessum gripum, t.a.m. vegna minningargjafa. Gripirnir eru stórir og smáir og kosta á bilinu 20.000 (klæði fyrir altarisgripi) upp að 500.000 (altarið).
Af gripunum sem eru á óskalistanum okkar eru:
a) undurfagur hvítur hátíðarhökull úr silki,
b) altarisklæði og klæði fyrir altarisgripina í stíl,
c) stór látúnsstjaki undir páskakertið sem standa mun við skírnarfontinn og er tendrað við skírnir og útfarir.
d) aðventukrans úr látúni sem festur er á páskakertastjakann.
e) reykelsisstandur úr látúni
f) blómastandur úr látúni
g) altari
h) fjórir stólar við altari, fyrir messuþjóna og brúðhjón
i) lítið borð undir kvöldmáltíðarsakramentið
Þeim sem gætu hugsað sér að leggja lið er bent á að hafa samband við sóknarprest í síma 557-1923 eða 895-2319.