„Græni dagurinn“ verður nú haldinn hátíðlegur annað árið í röð í Grafarholti með fjölskyldumessu sem hefst í sal Ingunnarskóla 12. október kl. 11. Sköpunin og umhverfið verða þar í brennidepli.
„Græni dagurinn“ verður nú haldinn hátíðlegur annað árið í röð í Grafarholti með fjölskyldumessu sem hefst í sal Ingunnarskóla 12. október kl. 11. Sköpunin og umhverfið verða þar í brennidepli.
Eru kirkjugestir hvattir til að taka endurvinnslupokana með sér í messu og við tæmum ruslið í gámana fyrir utan Ingunnarskóla áður en haldið er inn í messuna. Allt efni messunnar er helgað sköpuninni og við fræðumst um Frans frá Assísí sem er grænasti dýrlingur kirkjusögunnar og mikill dýravinur.
Barnakór kirkjunnar syngur í fyrsta skipti á þessum vetri í messunni á Græna daginn og verður gaman að heyra allt það sem krakkarnir hafa verið að læra hjá kórstjóranum sínum henni Berglindi Björgúlfsdóttur.
Prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir og organisti Hrönn Helgadóttir. Allir hjartanlega velkomnir.