Byggingarframkvæmdir við Guðríðarkirkju í Grafarholtssókn ganga mjög vel og kirkjuskip og safnaðarheimili óðum að taka á sig mynd enda verður kirkjan vígð 7. desember nk.
Byggingarframkvæmdir við Guðríðarkirkju í Grafarholtssókn ganga mjög vel og kirkjuskip og safnaðarheimili óðum að taka á sig mynd enda verður kirkjan vígð 7. desember nk.
Verið er að ljúka við að flísaleggja kirkjuskipið, innigarðurinn er langt kominn og allir veggir að verða málaðir og fínir. Mikil vinna hefur farið í það upp á síðkastið að hanna gripina í kirkjuskipið, altari, prédikunarstól, skírnarsá, brúðarstóla, sálmabókarvagn og grátur. Vinnuhópur sóknarnefndar, skipaður Níelsi Árna, Guðjóni Ólafi og séra Sigríði hefur unnið að þessu máli með Reyni Sýrussyni húsgagnahönnuði í samráði við arkitekta hússins, Þórð Þorvaldsson og Guðrúnu Ingvarsdóttur. Prédikunarstóll og skírnarfontur verða úr stuðlabergi, en aðrir gripir úr birki. Altari Guðríðarkirkju verður geirneglt og voldugt mjög.
Það er ánægjulegt að sjá hvað hlutirnir gerast hratt núna og hvernig kirkjuskip og safnaðarheimili eru óðum að taka á sig mynd. Minnt er á vígsludag kirkjunnar 7. desember nk. (annar sunnudagur í aðventu) og safnaðarfólk hvatt til að taka daginn frá fyrir kirkjuvígsluna.