Bygging Guðríðarkirkju í Grafarholti gengur mjög vel og verður hún vígð af biskupi Íslands sunnudaginn 7. desember kl. 13:30.
Bygging Guðríðarkirkju í Grafarholti gengur mjög vel og verður hún vígð af biskupi Íslands sunnudaginn 7. desember.
Klukkur eru í smíðum í Belgíu og á dögunum fóru sóknarprestur og formaður ásamt arkitekt og völdu stuðlaberg í prédikunarstól og skírnarfont. Altari og stólar kirkjunnar verða úr birkiviði. Allir stólar í kirkjunni eru íslensk hönnun Reynis Sýrussonar, sem nú er að byrja að smíða fyrstu stólana. Reynir gefur öllum sínum gripum heiti og hefur kirkjustólinn sérsmíðaði hlotið nafnið Karlsefni.
Herra Karl Sigurbjörnsson mun annast kirkjuvígsluna, sem fram fer á öðrum sunnudegi í aðventu, 7. desember 2008 kl. 13:30.