Söngfólk athugið:
Margt nýtt fólk hefur þegar gengið til liðs við Kirkjukór Grafarholtssóknar í haust, en enn vantar fleiri söngfugla, bæði karla- og kvennaraddir.
Söngfólk athugið:
Margt nýtt fólk hefur þegar gengið til liðs við Kirkjukór Grafarholtssóknar í haust, en enn vantar fleiri söngfugla, bæði karla- og kvennaraddir.
Æfingar Kirkjukórsins eru á þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30 í salnum, Þórðarsveigi 3. Kórinn syngur við messur 2-3 sinnum í mánuði og æfir auk þess fyrir sérstök tilefni. Stærsta verkefnið í haust verður að undirbúa kirkjuvígslu Guðríðarkirkjunnar nýju, sem fram fer 7. desember. Starfsemi kórsins flyst svo að sjálfsögðu í kirkjuna og er fram undan mikið uppbyggingarstarf kórsins þar og gert ráð fyrir góðri aðstöðu fyrir kórinn.
Æfingagjöld eru engin og kórfélagar fá örlitla þóknun fyrir messusöng.
Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Helgadóttir, organisti og kórstjóri, í síma 695-2703 eða í tölvupósti: hronnhelga (hjá) simnet.is eða hronn (hjá) grafarholt.is.