Sunnudaginn 14. september verður fjölskylduguðsþjónusta í sal Ingunnarskóla kl. 11. Stundin markar upphaf barnastarfsins í vetur. Séra Sigríður, Laufey Brá og Björn Tómas sjá um messuna.
Sunnudaginn 14. september verður fjölskylduguðsþjónusta í sal Ingunnarskóla kl. 11. Stundin markar upphaf barnastarfsins í vetur.
Umsjón með messunni hafa: Séra Sigríður Guðmarsdóttir, Laufey Brá Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi og Björn Tómas Njálsson, sem stjórnar tónlistinni.
Messan og kirkjuskólinn koma saman í fjölskyldumessunni, en kirkjuskólinn verður svo í vetur á laugardagsmorgnum kl. 11 í Ingunnarskóla (fram að kirkjuvígslu), frá 20. september.
Allir hjartanlega velkomnir, stórir og smáir.