Barnastarf Grafarholtssóknar fyrir 6 ára börn, Litlir lærisveinar, hefst 18. sept. nk. og verður á fimmtudögum kl. 15:00-15:45 í sal Sæmundarskóla.

Upplýsinga- og skráningarblað.

Grafarholtssókn býður í vetur eins og síðasta vetur upp á vikulega samverustund fyrir börn í 1. bekk (6 ára), sem við köllum „Litla lærisveina,“ í samstarfi við Fjósið, frístundaheimili Sæmundarskóla. Ætlunin er að bjóða börnunum upp á uppbyggilega og vandaða samverustund í lok skóladagsins þar sem þau kynnast kristinni trú og gildum hennar, læra bænir og biblíusögur, föndra og fara í leiki. Áhersla verður lögð á sjálfstyrkingu í gegnum leiklist en þar læra börnin að vinna saman sem sterk heild og einnig fá þau tækifæri til að kynnast því að setja sig í spor annara í gegnum hlutverkaleiki. Við hittumst í sal Sæmundarskóla á fimmtudögum kl. 15:00-15:45. (Börn sem eru ekki í Fjósinu ganga inn um inngang 1. bekkjar.) Umsjónarmaður starfsins verður Laufey Brá Jónsdóttir, leikkona, leikstjóri sem einnig hefur B.A. próf í guðfræði og stundar mastersnám í mannauðsstjórnun.

Nauðsynlegt er að skrá þau börn sem vilja taka þátt í starfinu í vetur. Það er gert með því að fylla út þennan miða hér (Word-skjal sem má hlaða niður og prenta út eða senda rafrænt) og skila honum til umsjónarmanna Fjóssins (Sólveig/Valeriia). Öllum börnum í 1. bekk í Grafarholti (líka þeim sem eru ekki í Fjósinu) stendur til boða að skrá sig í kirkjustarfið sér að kostnaðarlausu. Engin börn taka þátt, nema samþykki foreldra liggi fyrir. (Boðið verður upp á aðra dagskrá í frístundaheimilinu á sama tíma fyrir þau börn sem dvelja þar en taka ekki þátt í kirkjustarfinu.) Allar nánari upplýsingar veitir Laufey í síma 695-5323 eða með rafpósti: laufey@grafarholt.is. Við hefjum starfið fimmtudaginn 18 september.