Hátíðarmessa verður í Þórðarsveigi 3 að morgni hvítasunnudags, 11. maí nk., kl. 11. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir þjónar.
Hvítasunnudagur, 11. maí:
Hátíðarmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kirkjukór Grafarholtssóknar syngur, meðhjálpari Sigurjón Ari Sigurjónsson. Kirkjukaffi. Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnan er ein af þremur stórhátíðum kirkjuársins, ásamt jólum og páskum. Hún er hátíð heilags anda og stofnunar kirkju Krists. Hér má lesa nánar um hvítasunnuna.