Níels Árni Lund sóknarnefndarformaður í Grafarholti fjallar um greiðvikni í aprílpistli sínum í fréttabréfi kirkjunnar. Hann má lesa hér á vefnum.

Níels Árni Lund sóknarnefndarformaður í Grafarholti fjallar um greiðvikni í aprílpistli sínum í fréttabréfi kirkjunnar. Hann má lesa hér að neðan.

Vin sínum< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

skal maðr vinr vesa

ok gjalda gjöf við gjöf.

Hlátr við hlátri

skyli höðlar taka,

en lausung við lygi.

Úr Hávamálum.

Hún mamma mín sagði oft við okkur bræður: “Ef þið eruð beðnir um að < ?xml:namespace prefix = st1 ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:smarttags" />gera eitthvað, þá segið frekar já, en nei – og gerið það strax.” Þetta eru góð heilræði.

Greiðvikni er jafnt meðfæddur eiginleiki sem áunninn. Greiðvikni felst í því að rétta öðrum hjálparhönd, án þess að ætlast til beinna launa. Hitt er aftur annað mál að laun geta falist í öðru en beinhörðum peningum og sjálfsagt er að borga greiðvikni með systur hennar sem er þakklæti. Þakklæti er hægt að sýna á margan mátann; einfalt takk, klapp á bakið eða koss á kinn. Þannig launaði faðir minn okkur sonum sínum og vorum við fullsáttir eftir slíkt uppgjör. Greiðvikinni manneskju er eiginlegt að greiði sé sjálfsagður og væntir slíks á móti. Ég held hins vegar að eitt það leiðinlegasta sem greiðvikin manneskja lendir í, sé að biðja um handtak ef hann á von á úrtölum, neii eða ræðuhöldum. Niðurstaðan verður oftar en ekki að viðkomandi hættir að biðja um aðstoð, – kýs fremur að vinna verkin sjálfur fremur en að láta auðmýkja sig.

Andstaða greiðvikninnar er bónleiði; að taka illa undir smávægilega bón. Oft er um að ræða leiðinlegan ávana, því þeir hinir sömu ganga síðan til verka af heilindum og dugnaði.

Í dag, þegar svo margt snýst um peninga og tímaleysi einkennir fjölskyldur og einstaklinga er vert að gefa þessu gaum. Ég fullyrði hins vegar að enginn sé svo upptekinn að hann geti ekki með góðum vilja aðstoðað ef til hans er leitað um smá viðvik og sem meira er, honum líður betur á eftir. Þeir sem aldrei gefa neitt af sjálfum sér í þágu annarra; óbeðnir og af fúsum og frjálsum vilja, missa af miklu.

Áður var það einstaklingum, heimilum og heilu byggðalögunum lífsnauðsyn að vinna saman. Vinna var greidd með vinnu á móti. Fyrir ekki mörgum árum, veit ég að heilu sveitirnar hjálpuðust að við uppbyggingarátak á hverjum bæ, sem fólst í því að allir vinnandi menn fóru á milli bæjanna og byggðu upp ný útihús og þegar lokið var á einum stað tók annar staður við. Nú er ég ekki að segja að þetta séu rétt vinnubrögð né geti gengið til lengdar, en samt sem áður sannaðist þar hve samhjálpin er mikils virði.

Hugleiðum hvert okkar fyrir sig: Er ég greiðvikin persóna; er gott til mín að leita?

nál.