Lesa má um messur, barnaguðsþjónustur og annað helgihald í Grafarholtssókn í dymbilviku og um páska 2008 með því að smella á „Áfram“ hér að neðan.
Helgihald í Grafarholtssókn í dymbilviku og um páska 2008 verður sem hér segir:
Pálmasunnudagur, 16. mars:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Séra Sigríður Guðmarsdóttir og Anna Elísa Gunnarsdóttir píanisti sjá um stundina. Nýr límmiði og ný litamynd. Söngur, sögur og Rebbi og Engilráð koma í heimsókn. Allir velkomnir, stórir sem smáir.
Athugið: Engin messa í Þórðarsveigi 3 á pálmasunnudag vegna fermingarveislu í salnum.
Þriðjudagur í dymbilviku, 18. mars:
Bænastund í Þórðarsveigi 3 kl. 10 árdegis. Bænarefnum má koma til sóknarprests í síma 895-2319.
Skírdagur, 20. mars:
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 20. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, tónlistarflutning annast Þorvaldur Halldórsson. Allir velkomnir.
Föstudagurinn langi, 21. mars:
Lestur Passíusálmanna í Þórðarsveigi 3 kl. 10-14. Fólk getur komið og tyllt sér niður undir einum eða fleiri lestrum eða hlustað á alla fimmtíu eftir hentugleikum. Stefán Jónsson leikari og leikstjóri mun taka að sér lestur u.þ.b. helming sálmanna að þessu sinni en fólk úr söfnuðinum les hina sálmana. Þeir sem hafa áhuga á að lesa vinsamlegast tali við séra Sigríði í síma 895-2319.
Krossljósastund í Þórðarsveigi 3 kl. 20 að kvöldi föstudagsins langa. Í krossljósastundinni er píslarsaga Jesú lesin og sálmar tengdir föstudeginum langa sungnir. Í lok stundarinnar er kveikt á sjö kertum við krossinn en önnur ljós slökkt í kirkjunni. Lesin eru hin sjö orð Krists á krossinum og ljósin slökkt smám saman. Eftir þögn í myrkrinu ganga allir hljóðir til síns heima.
Páskadagur, 23. mars:
Hátíðarmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 9 árdegis. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, Kirkjukór Grafarholtssóknar leiðir sönginn, meðhjálpari er Aðalsteinn D. Októsson og kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Eftir messu verður drukkið kaffi í salnum, páskaegg höfð með og vonandi mikið hlegið og glaðst á upprisudegi Drottins!
Páskastund barnanna í Ingunnarskóla kl. 11. Sunnudagaskólinn verður í páskaskapi og brúður og börn fræðast um upprisu Jesú. Líkt og í fyrra ætlum við að syngja og gleðjast á páskastundinni með hjálp alls kyns ásláttarhljóðfæra, allir sem vilja mega prófa hljóðfærin! Umsjón með stundinni: Séra Sigríður, Þorgeir og Anna Elísa.