Næsta sunnudag, 9. mars, verður æskulýðsdagur Grafarholtssóknar haldinn hátíðlegur með tveimur guðsþjónustum fyrir börn og ungt fólk: Fjölskyldumessa verður í Ingunnarskóla kl. 11 og æskulýðsmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 16.
Helgihaldið á æskulýðsdegi Grafarholtssóknar, sunnudaginn 9. mars nk., verður sem hér segir:
Fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir. Ágúst Böðvarsson gítarleikari og Björn Tómas Kjaran píanisti leiða létta tónlist. Barnakór Grafarholtssóknar syngur undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur. Guðspjallstextinn um lækningu lamaða mannsins sýndur í máli og myndum í boði drengja í KFUM-starfi sóknarinnar. Föndursýning stúlkna í KFUK-starfi sóknarinnar. Auður Angantýsdóttir gefur öllum djús og kex eftir messu. Nýr límmiði og litamynd fyrir sunnudagaskólabörnin. Allir velkomnir.
Æskulýðsmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 16. Athugið messutímann, kl. 16! Prestar séra Guðni Már Harðarson skólaprestur og séra Sigríður Guðmarsdóttir. Rokkhljómsveit KSS (Kristilegra skólasamtaka fyrir 15-20 ára) leiðir tónlistina í þessari óhefðbundnu messu, sem er sérstaklega ætluð unglingum og ungu fólki, en allir eru vitanlega hjartanlega velkomnir. Eftir messu breytum við svo salnum í kaffihús og Soffía Felixdóttir býður upp á ilmandi vöfflur með rjóma. Aðalsteinn meðhjálpari og Sigurður kirkjuvörður sjá svo um að allt fari vel fram að vanda!