Guðný Emilsdóttir hefur verið ráðin til að sinna félagsstarfi fyrir íbúa Grafarholts í salnum, Þórðarsveigi 3. Þetta kemur fram á Grafarholtsvefsvæðinu á vef Reykjavíkurborgar.
Guðný Emilsdóttir hefur verið ráðin til að sinna félagsstarfi fyrir íbúa Grafarholts í salnum, Þórðarsveigi 3. Þetta kemur fram á Grafarholtsvefsvæðinu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir:
Í salnum að Þórðarsveig 3 heldur Reykjavíkurborg úti félagsstarfi fyrir íbúa Grafarholts. Einnig er Grafarholtssókn með aðsetur þar og er m.a. messað í salnum um þrisvar sinnum í mánuði (á vefnum segir reyndar 1-2 sinnum og er það hér með leiðrétt) auk þess sem kirkjukórinn æfir í salnum. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00 er bænastund þar sem allir eru velkomnir.
Það félagsstarf sem er í boði fyrir íbúa Grafarholts er m.a.:
– almenn handavinna, alla miðvikudaga frá kl. 09:00 13:00
– leikfimi, mánudaga og fimmtudaga kl. 13:15 14:00
– boccia, mánudaga og miðvikudaga kl. 14:45 16:00
– bingó, annan hvern fimmtudag kl. 14:15
– félagsvist, þá fimmtudaga sem ekki er spilað bingó. Hefst kl. 14:15.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Af annarri starfsemi sem fer þarna fram má nefna að fyrsta þriðjudag í mánuði frá kl. 09:00 kemur hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni í Árbæ í heimsókn og annan hvern mánudag kl. 10:00 er félagsráðgjafi frá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts til viðtals í salnum.
Á þriðjudögum kl. 12:00 fer rúta frá Bónus og keyrir þá sem vilja í næstu Bónusverslun. Bókabílinn er svo staðsettur fyrir utan blokkina á þriðjudögum kl. 16:45.
Yfirumsjón með starfseminni er á höndum Félagsmiðstöðvarinnar Hraunbæ 105 en starfsmaður salarins er Guðný Emilsdóttir. Hún er til staðar í salnum alla daga frá kl. 12:30 16:30. Á þeim tíma er alltaf heitt á könnunni og eru allir velkomnir að kíkja við og þiggja kaffisopa. Um kl. 15:30 er hægt að kaupa sér með kaffinu. Salurinn er einnig leigður út til funda og eins fyrir veislur. Allar nánari upplýsingar um starfsemina í salnum veitir Guðný í síma 891 6056.