Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru minntir á verkefnið „Fréttin um Jesú“ sem börnin eiga að vinna nú í febrúarmánuði. Leiðbeiningar um verkefnið má lesa með því að smella á „Áfram“.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru minntir á verkefnið „Fréttin um Jesú“ sem börnin eiga að vinna nú í febrúarmánuði. Leiðbeiningar til barnanna um verkefnið koma hér:
Nú eigið þið að setja ykkur í spor fréttamanns og skrifa grein sem er 300 orð, þ.e. tæp síða með Times Roman letri með leturstærðina 14, sem ber yfirskriftina: Jesús kominn aftur? Fréttin á að byrja á þessum orðum: Sögusagnir eru á kreiki um að Jesús Kristur sé kominn aftur Þar eigið þið að ímynda ykkur aðstæður í nútímanum þar sem Jesús er mættur aftur, og ráðið sjálf í hvers gervi frelsarinn kemur, hvar í veröldinni og fyrir hvern hann/eða hún er að berjast. Aftan við þetta megið þið gjarnan hnýta eitthvað um líf og dauða Jesú. Þið megið styðjast við Bókina um Jesú, Barnabiblíur, Nýja testamentið, eða efni af vefnum sem ykkur finnst áhugavert. Myndir til að skreyta fréttina eru mjög vel þegnar! Innihaldið skiptir meira máli heldur en stafsetning og orðalag. Fréttina megið þið senda prestinum á sigridur@grafarholt.is fyrir 28. febrúar eða skila í prófinu þann dag.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />
Ef ykkur finnst verkefnið erfitt megið þið í staðinn gjarnan skrifa jafnlanga ritgerð um ævi Jesú Krists (300 orð).