Næsta sunnudag, 3. febrúar, messar séra Sigríður Guðmarsdóttir í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskólinn er á sínum stað í Ingunnarskóla.
Næsta sunnudag, 3. febrúar, er sunnudagur í föstuinngangi. Þann dag verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Söngur, biblíusaga, brúður og gleði. Umsjón stundar: Anna Elísa Gunnarsdóttir og Þorgeir Arason. Ný mynd, nýr límmiði. Allir velkomnir.
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Séra Sigríður Guðmarsdóttir predikar og þjónar við messuna ásamt Aðalsteini D. Októssyni meðhjálpara, Sigurði Óskarssyni kirkjuverði, Hrönn Helgadóttur organista og Kirkjukór Grafarholtssóknar. Kirkjukaffi eftir messu. Allir velkomnir.