Það var glatt á hjalla í YD KFUK í Grafarholti síðasta fimmtudag, 17. janúar, en þá fór fram skemmtileg hárgreiðslukeppni og kunnu stúlkurnar sannarlega að leika listir sínar á hárgreiðslusviðinu!
Það var glatt á hjalla í YD KFUK í Grafarholti á fimmtudaginn, 17. janúar, en þá fór fram skemmtileg hárgreiðslukeppni og kunnu stúlkurnar sannarlega að leika listir sínar á hárgreiðslusviðinu!
Fundurinn hófst á helgistund þar sem Hlín leiðtogi sagði stúlkunum söguna af boðun Maríu, en frásögnina er að finna í fræðsluefni vorannar hjá KFUM & KFUK á Íslandi, um ævi Jesú. Síðan gafst stelpunum kostur á að greiða hver annarri og eins og sjá má myndum sem voru teknar þennan dag, kunnu þær aldeilis að fara með bursta, greiður, teygjur og spennur – og útkoman var mjög skemmtileg!
Hlín leiðtogi og séra Sigríður, sóknarprestur, sem var gestur fundarins, mynduðu dómnefnd keppninnar og völdu bestu Galagreiðsluna, Marsbúagreiðsluna og sjóræningjagreiðsluna, svo eitthvað sé nefnt! Hins vegar þóttu allar greiðslurnar svo flottar, að á næsta fundi fá allar stúlkurnar verðlaun, sem tóku þátt í keppninni.