Mikið starf þarf að vinna í kirkjulausum söfnuði við að breyta sölunum í Ingunnarskóla og Þórðarsveigi 3 í guðsþjónustuhús á hverjum sunnudegi. Átt þú fúsa hönd við frágang á stólum einhvern sunnudaginn?
Á hverjum sunnudegi leggja starfsmenn og sjálfboðaliðar sunnudagaskóla og messu á sig mikið starf við að stilla upp altari, stólum og búnaði öllum til helgihalds í Ingunnarskóla og Þórðarsveigi 3. Aðalsteinn og Sigurður standa vaktina hetjulega í öllum messum og fjölskyldumessum, raða upp og ganga frá. Starfsfólk sunnudagaskólans breytir síðan Ingunnarskóla í kirkju árla morguns á hverjum sunnudegi. Það tekur oft drjúga stund að ganga frá öllum stólum aftur og því vilja Sigríður og Þorgeir biðja foreldra og fermingarbörn sem koma í sunnudagaskólann að vera okkur innan handar við að ganga frá stólunum eftir skólann. Margar hendur vinna létt verk og ef við fáum hjálp, verður starfið svo miklu auðveldara. Sóknarnefndin ætlar að ganga á undan með góðu fordæmi og hjálpa okkur að stilla upp fyrir sunnudagaskóla, svo að það er frágangurinn sem okkur vantar hjálpina við. Áttu fúsa hönd á sunnudaginn?< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />