Á sunnudaginn, 20. janúar, verður sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 og messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Kór frá leikskólanum Maríuborg syngur í sunnudagaskólanum.
Á sunnudaginn, 20. janúar, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Anna Elísa Gunnarsdóttir og séra Sigríður Guðmarsdóttir. Kór frá elstu deild leikskólans Maríuborgar syngur fyrir okkur, en þau hafa verið að æfa ný sunnudagaskólalög eftir Hafdísi Huld. Svo heyrum við biblíusögu, syngjum mikið og fáum Rebba og Engilráð í heimsókn. Nýir krakkar fá Kirkjubók og allir fá litamynd og nýjan límmiða í Kirkjubókina. Allir velkomnir.
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður leiðir léttan söng, meðhjálpari Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Kirkjukaffi eftir messu. Allir velkomnir.