Barnakór kirkjunnar tekur aftur til starfa miðvikudaginn 16. janúar 2008 og má nálgast skráningareyðublað hér á heimasíðunni.

Barnakór kirkjunnar tekur aftur til starfa miðvikudaginn 16. janúar 2008.

Kórinn er opinn öllum börnum í 2.-4. bekk og verða æfingar á vormisseri eins og verið hefur í haust. Æfingar eru einu sinni í viku í tónmenntastofu á miðvikudögum, kl. 14:30 – 15:30 í Sæmundarskóla og kl. 16:00 – 17:00 í Ingunnarskóla. Kórstjóri á vorönn er Berglind Björgúlfsdóttir. Beinið fyrirspurnum til Berglindar á barnakor@grafarholt.is eða hringið í Berglindi í síma 660-7661.

Nauðsynlegt er að skrá börnin í kórinn. Það er gert með því að fylla út þetta eyðublað, annaðhvort prenta það út og skila því á næstu kóræfingu eða vista það útfyllt í tölvunni og senda með rafpósti á: barnakor@grafarholt.is.

Ekkert gjald er tekið fyrir kórstarfið.