Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og kórstjóri tók nú um áramótin við stjórn Barnakórs Grafarholtssóknar og Hlín Stefánsdóttir hóf störf í Litlum lærisveinum, en ráðningu djákna hefur verið frestað.
Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og kórstjóri tók nú um áramótin við stjórn Barnakórs Grafarholtssóknar og Hlín Stefánsdóttir hóf störf í Litlum lærisveinum, en ráðningu djákna hefur verið frestað.
Gróa Hreinsdóttir lét nú um áramót af starfi barnakórstjóra safnaðarins. Gróa hefur tekið að sér tónlistarskólastjórastöðu við Hafralækjarskóla í Aðaldal og er henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi með þökkum fyrir vel unnin störf. Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og kórstjóri hefur tekið við Barnakór Grafarholtssóknar og er hún boðin velkomin til starfa. Auk starfa fyrir kirkjuna okkar stýrir Berglind barnakórum í Háteigskirkju. Með kórastarfinu heldur Berglind Orff-tónlistarnámskeið fyrir börn þar sem hún fléttar saman söng, dans og leikræna tjáningu. Berglind hefur nýlega hafið slikt námskeið á leikskólanum Geislabaugi hér í Grafarholti. Það er því taktur, söngur og sveifla framundan í starfsemi barnakórsins í vetur!
Sigríður Ásta Vigfúsdóttir uppeldis- og menntunarfræðinemi sem stjórnaði Litlu lærisveinunum fyrir jól með Þorgeiri þurfti að láta af störfum um áramót vegna námsins, en Hlín Stefánsdóttir félagsráðgjafi og djáknanemi mun veita starfinu forstöðu ásamt Þorgeiri á vorönn.
Fyrir jól var greint frá því að vígður yrði djákni til starfa við Grafarholtssókn á nýju ári. Nú hefur verið ákveðið að fresta því máli.