Barnastarf Grafarholtssóknar er nú að hefjast aftur eftir jólahlé. Sunnudagaskólinn hófst 6. janúar, Litlir lærisveinar hittast aftur 8. janúar og krakkar í KFUM og KFUK 10. janúar.
Barnastarf Grafarholtssóknar er nú að hefjast aftur eftir jólahlé. Sunnudagaskólinn hófst 6. janúar, Litlir lærisveinar hittast aftur 8. janúar og krakkar í KFUM og KFUK 10. janúar.
Barnakór kirkjunnar hefur fengið nýjan stjórnanda, Berglindi Björgúlfsdóttur, og hefst kórstarfið að nýju í næstu viku. Nánar síðar.
Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi kl. 11 fram að sumardeginum fyrsta, nema hvað að annan sunnudag í mánuði renna sunnudagaskólinn og messan saman í fjölskyldumessu á sama tíma.
„Litlir lærisveinar“ nefnist starf kirkjunnar fyrir sex ára börn, sem fram fer í samstarfi við frístundaheimili Sæmundarskóla, Fjósið, alla þriðjudaga kl. 15 á starfstíma Fjóssins.
KFUM&KFUK á Íslandi heldur í samstarfi við kirkjuna úti starfi fyrir 9-12 ára krakka, alla fimmtudaga kl. 17:15-18:30 í Ingunnarskóla, til sumardagsins fyrsta. Strákar í KFUM hittast á svæði 4.-5. bekkjar en stelpur í KFUK hittast á svæði 6.-7. bekkjar. Nánari upplýsingar.