Helgihald Grafarholtssóknar á nýju ári, 2008, hefst á sunnudag, sem er þrettándinn, 6. janúar, með messu í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskóla í Ingunnarskóla á sama tíma.
Helgihald Grafarholtssóknar á nýju ári, 2008, hefst með messu og sunnudagaskóla á sunnudag, sem er þrettándinn, 6. janúar:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Hanna Gísladóttir við flygilinn og Þorgeir Arason. Nú byrjar barnastarfið af fullum krafti á nýju ári með nýrri kirkjubók og miklu fjöri. Allir velkomnir.
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. Meðhjálpari er Aðalsteinn D. Októsson, kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Allir velkomnir.