Næsta sunnudag, 4. nóvember, er allra heilagra messa og verður þá sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11 en síðdegismessa í Þórðarsveigi 3 kl. 17 – athugið messutímann.
Næsta sunnudag, 4. nóvember, er allra heilagra messa og verður helgihaldið í Grafarholtssókn þá með þessum hætti:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón með stundinni hafa séra Sigríður, Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn og Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. Söngur, sögur og brúður. Ný litamynd og límmiði. Allir hjartanlega velkomnir.
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 17. Athugið messutímann! Beðið og kveikt á kertum í minningu látinna. Prestur er séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir og Kirkjukór Grafarholtssóknar leiðir sönginn. Allir hjartanlega velkomnir.