Sunnudaginn 28. október messar sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson kl. 11 í Þórðarsveigi 3 og sunnudagaskólinn er að vanda kl. 11 í Ingunnarskóla.
Sunnudaginn 28. október messar sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson kl. 11 í Þórðarsveigi 3 og sunnudagaskólinn er að vanda kl. 11 í Ingunnarskóla.
Næstkomandi sunnudagur, 28. október, er 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Hann er jafnframt siðbótardagurinn, en það er jafnan sá sunnudagur kirkjuársins, sem næstur er 31. október. Þann dag árið 1517 í Wittenberg í Þýskalandi hengdi Marteinn Lúther upp sínar frægu 95 staðhæfingar til að mótmæla aflátssölu kaþólsku kirkjunnar, og er sá dagur því talinn marka upphaf baráttu Lúthers fyrir siðbót í kirkjunni. Helgihaldið í Grafarholtinu á sunnudaginn verður með þessum hætti:
Sunnudagaskóli verður í Ingunnarskóla kl. 11. Umsjón hafa Þorgeir Arason, María Gunnlaugs og Anna Elísa Gunnarsdóttir við flygilinn. Við syngjum mikið í sunnudagaskólanum, hlustum á biblíusögu, horfum á Engilráð og Rebba á „platskjánum,“ lærum bænir og umfram allt: eigum saman uppbyggilega og ljúfa samverustund. Það er sérstaklega skemmtilegt þegar öll fjölskyldan kemur saman í sunnudagaskólann. Svo fá allir krakkar nýjan límmiða í Kirkjubókina og mynd til að lita heima. Allir eru velkomnir og það er aldrei of seint að byrja í sunnudagaskólanum. Nóg er til af Kirkjubókum fyrir þá krakka sem hana vantar!
Messa verður í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari, Hrönn Helgadóttir organisti og Kirkjukór Grafarholtssóknar leiða tónlistina, meðhjálpari er Aðalsteinn Dalmann Októsson og kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Þess má geta, að sr. Sigurjón er helsti sérfræðingur landsins í Marteini Lúther og hans fræðum öllum, og ekki kæmi á óvart að siðbótarfrömuðurinn kæmi við sögu í prédikuninni hans! Kirkjukaffið er á sínum stað eftir messuna og það eru auðvitað allir velkomnir til kirkju.