Ný þýðing Biblíunnar á íslensku kom út í dag, föstudag, og verður hún tekin í notkun í Grafarholtssókn við messu á sunnudaginn kl. 14.

Ný þýðing Biblíunnar á íslensku kom út í dag, föstudag, og verður hún tekin í notkun í Grafarholtssókn við messu á sunnudaginn kl. 14.

Hér er um að ræða viðburð í íslenskri kirkjusögu, því að öll Biblían hefur nú verið þýdd beint úr frummálunum, Gamla testamentið úr hebresku og Nýja testamentið úr grísku, og er ein öld liðin síðan slík þýðing kom síðast út. Fjöldi sérfræðinga í fornmálunum, guðfræði og íslensku máli hefur komið að þýðingunni, en vinna við hana hefur staðið í um 17 ár! Þýðingin miðast við breiðan lesendahóp og notkun í helgihaldi, eins og segir í kynningu. Allnokkrar breytingar hafa verið gerðar á málfari Biblíunnar frá fyrri þýðingum.

Í upphafi messunnar í Þórðarsveigi 3 kl. 14 á sunnudaginn mun séra Sigríður Guðmarsdóttir taka nýja þýðingu Biblíunnar formlega í notkun í Grafarholtssókn. Allir eru hjartanlega velkomnir til athafnarinnar.

Hér má lesa nánar um nýju biblíuþýðinguna.