Næsta sunnudag, 30. september, verður útvarpsmessa í Þórðarsveigi 3 kl. 11 og sunnudagaskóli á sama tíma í sal Ingunnarskóla.
Næstkomandi sunnudagur, 30. september, er 17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þann dag verður helgihaldið í Grafarholtssókn sem hér segir:
Sunnudagaskóli í Ingunnarskóla kl. 11. Sögur, mikill söngur og sjónvarpsþáttur Rebba og Engilráðar verður á sínum stað. Ný mynd og límmiði í Kirkjubókina. Umsjón María, Þorgeir og Anna Elísa við píanóið. Allir velkomnir.
Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 11. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir messar, Hrönn Helgadóttir og kirkjukórinn leiða tónlistina. Meðhjálpari er Sigurjón Ari Sigurjónsson og kirkjuvörður Sigurður Óskarsson. Messunni er útvarpað á Rás 1. Hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að koma í messu þennan dag, styðja við sönginn og taka þátt í helgihaldinu með okkur. Það er alltaf stemmning í kringum útvarpsmessur og þær vekja líka athygli á starfinu okkar.