Áformað er að halda „Grænan dag“ í Grafarholtssókn, dag helgaðan umhverfinu, sunnudaginn 14. október í samstarfi við Fræðsludeild Biskupsstofu.
Áformað er að halda „Grænan dag“ í Grafarholtssókn sunnudaginn 14. október kl. 11 í samstarfi við Fræðsludeild Biskupsstofu. Dagurinn verður helgaður umhverfinu og jafnvel stefnt að árvissum viðburði. Þau sem hefðu áhuga á að taka þátt í umhverfisátaki á vegum safnaðarins hafi samband við sóknarprestinn, sr. Sigríði Guðmarsdóttur, í síma 895-2319, netfang sigridur (hjá) grafarholt.is.
Þó að margir hafi mikið á sinni könnu, þá hafa flestir rúm fyrir eitt verkefni einu sinni á ári. Ef umhverfismál eru verkefni þar sem þú vilt leggja hönd á plóginn, komdu þá með í að skipuleggja græna daginn! Þess má geta að sr. Sigríður flytur innlegg um trú og umhverfismál á Umhverfisþingi sem umhverfisráðherra boðar til á Hótel Nordica 13. október nk.< ?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />