Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, og nokkur fermingarbörn næsta vetrar munu taka fyrstu skóflustunguna að nýrri kirkju Grafarholtssóknar á lóðinni við Kirkjustétt miðvikudaginn 8. ágúst nk. kl. 17:30.
Skóflustunga að nýju kirkjunni verður tekin miðvikudaginn 8. ágúst nk. kl. 17:30. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, mun taka skóflustunguna ásamt fermingarbörnum næsta vetrar. Eins og flestir vita þá voru teikningar að hinni nýju kirkju í Grafarholti valdar af dómnefnd eftir páskana og sýndar á kjörstað á kosningadaginn. Síðan hefur byggingarnefndin unnið að hönnun hússins að krafti með arkitektum og verktaka. Nú er komið byggingaleyfi til girðingarvinnu, jarðvinnu og annarra undirbúningsframkvæmda við byggingu kirkjunnar. 30. júlí er gert ráð fyrir að hafist verði handa við að koma girðingarefni á staðinn og setja upp girðinguna í framhaldinu en framkvæmdir hefjast í vikunni eftir Verslunarmannahelgi.