Sóknarprestur, sóknarnefnd og starfsfólk Grafarholtssafnaðar sendir sóknarbörnum bestu áramótakveðjur og þakkar fyrir samfylgdina á liðnu ári.
Þakka ber sérstaklega góðar viðtökur við heimasíðu safnaðarins, en frá upphafi hafa nú um 400 gestir skoðað forsíðu þessa vefjar, samtals um 1200 sinnum. Er þessi fjöldi heimsókna framar björtustu vonum og er óskandi að sóknarbörn nýti sér áfram vefinn á ári komanda. Vefurinn er í stöðugri endurnýjun og á nýju ári er m.a. von á fleiri myndasíðum úr safnaðarstarfinu og frekari upplýsingum um gang kirkjubyggingar.
Guð gefi okkur öllum gleðilegt árið 2007.